Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Stelpurnar okkar í 2. flokki U20 í fótboltanum tryggðu sér í dag Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið er að hluta samstarf Þórs/KA við Völsung, Tindastól, Hvöt og Kormák og nefnist Þór/KA/Völ/THK á pappírunum.
Fyrir leikinn í dag var ljóst að stelpunum nægði að ná sér í eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum, en þær ákváðu að vera ekkert að tvínóna við hlutina og tryggðu sér titilinn með 3-0 sigri á Víkingi í dag. Liðið er þar með komið með 33 stig úr 13 leikjum, hefur unnið 11 leiki og tapað tveimur, á eftir að spila einn leik. Selfyssingar eru í 2. sætinu með 28 stig, en eiga aðeins einn leik eftir og geta því mest náð 31 stig.
Það vill reyndar svo skemmtilega til að þessi tvö lið, Þór/KA/Völ/THK og Selfoss munu mætast í úrslitaleik bikarkeppni 2. flokks U20 síðar í mánuðinum. Okkar stelpur eiga því möguleika á að vinna tvöfalt í ár, en þær töpuðu bikarúrslitaleiknum í fyrra á móti FH/ÍH í Kaplakrika. Úrslitaleikurinn í ár fer fram á Greifavellinum.
Eva S. Dolina-Sokolowska skoraði eina mark fyrri hálfleiksins og staðan var 1-0 alveg þar til á 90. mínútu þegar Bryndís Eiríksdóttir bætti við öðru markinu og tryggði sigurinn. Aðeins mínútu síðar skoraði Ísey Ragnarsdóttir þriðja markið.
Nánar er fjallað um leikinn í máli og myndum á thorka.is.