Knattspyrna: Þór/KA tapaði fyrir Víkingi

Þór/KA náði ekki að fylgja eftir góðum sigri í 12. umferð Bestu deildarinnar þegar stelpurnar mættu Víkingi á heimavelli í fyrsta leik 13. umferðarinnar í gærkvöld. Gestirnir skoruðu tvívegis og fóru heim með öll stigin.

Fyrra mark Víkings kom þegar um þrjár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum, örskömmu eftir að Kimberley Dóra Hjálmardóttir hafði átt skot sem markvörður Víkings varði í þverslána. Gestirnir bættu svo við öðru marki í síðustu sókn leiksins, á fimmtu mínútu viðbótartíma, og hirtu öll stigin að þessu sinni.

Þór/KA er áfram í 3. sæti deildarinnar með 24 stig, en Víkingur og FH eru með 19, en FH á leik til góða þegar þetta er skrifað. Stutt er í næsta leik, en Þór/KA á útileik í Keflavík miðvikudaginn 24. júlí kl. 18.

Þór/KA - Víkingur 0-2 (0-1)

  • 0-1 - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (42')
  • 0-2 - Linda Líf Boama (90+5')

Nánar á thorka.is.