Knattspyrna: Þór/KA tekur á móti FH í dag

Lokakafli Íslandsmóts kvenna í knattspyrnu, Bestu deildarinnar, er hafinn. Keppni í efri hlutanum hófst í gær og í dag kl. 14 taka stelpurnar okkar í Þór/KA á móti FH á Greifavellinum.

Þór/KA endaði í 3. sæti Bestu deildarinnar að loknum 18 umferðum fyrir tvískiptingu deildarinnar, sem þýðir að liðið fær þrjá heimaleiki og tvo útileiki í lokakafla mótsins. Heimaleikirnir verða gegn FH, Val og Víkingi, en útileikirnir gegn Breiðabliki og Þrótti. Þór/KA keppir að því að halda 3. sætinu, en of langt er í efstu liðin til að liðið geti náð þeim að stigum. Fyrri leikir þessara liða í deildinni í sumar unnust báðir á útivelli. Þór/KA vann FH á BIRTU-vellinum í lok apríl, 4-0, en FH kom á VÍS-völlinn og vann þar 1-0.

Nánar á thorka.is.

Leikirnir sem Þór/KA á eftir

31. ágúst
Þór/KA - FH

13. september
Þór/KA - Valur

22. september
Breiðablik - Þór/KA

29. september
Þróttur - Þór/KA

5. október 
Þór/KA - Víkingur