Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór/KA2 sigraði lið Völsungs í Kjarnafæðimótinu í dag og tyllti sér á topp kvennadeildar mótsins.
Hildur Anna Birgisdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks og Þór/KA2 með forystuna í leikhléi. Eva S. Dolina-Sokolowska kom inn sem varamaður í leikhléinu og skoraði tvö mörk á sjö mínútna kafla. Húsvíkingar minnkuðu muninn á 72. mínútu og aftur á 84. mínútu, en komust þó ekki lengra, niðurstaðan eins marks sigur hjá okkar konum.
Völsungur - Þór/KA2 2-3 (0-1)
Þór/KA2 hefur unnið alla þrjá leiki sína til þessa og er á toppi deildarinnar með níu stig. Þór/KA og Tindastóll eru með sex stig, en þessi lið mætast á morgun, en þá verður aðeins einn leikur eftir, innbyrðis leikur Þór/KA-liðanna.
Úrslit leikja og stöðuna í deildinni má finna á vef KDN - sjá hér.