Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Tvo lið frá Þór og eitt frá Þór/KA spiluðu í Kjarnafæðimótinu í gær og unnu okkar lið öll örugga sigra. Þór/KA mætti FHL eða blöndu úr FHL og Einherja, Þór2 mætti sameiginlegu liði Skagfirðinga og Húnvetninga úr Kormáki, Hvöt og Tindastóli og í síðasta leik kvöldsins mættust Þór3 og KA4 í B-deild Kjarnafæðismótsins.
Alls voru skoruð 19 mörk í þessum þremur leikjum, þar af komu 18 frá okkar liðum. Þór/KA vann 7-0 sigur á gestunum að austan og bar helst til tíðinda að Hulda Ósk Jónsdóttir skoraði þar þrennu í fyrri hálfleiknum, á rúmum 20 mínútum. Í A-riðli A-deildar karla voru það strákarnir í Þór2, eða A-liði 2. flokks, sem lentu undir, en svöruðu með sjö mörkum. Lokaleikurinn var í B-deild karla þar sem Þór3 vann öruggan sigur á KA4.
Sjá einnig umfjöllun og myndir á vef KDN.
Þór/KA - FHL 7-0 (4-0)
Þór2 - KHT 7-1 (2-1)
Þór3 - KA4 4-0 (2-0)