Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Norður-Makedónía tapaði öllum leikjum sínum í riðlakeppni HM í handbolta, en á þó enn eftir fjóra leiki í mótinu.
Lokaleikur liðsins var gegn Argentínu í gær þar sem liðið tapaði með níu marka mun, 26-35. Áður höfðu Koki og félagar tapað gegn Hollandi, 24-34, og Noregi, 27-39. Liðið er því í neðsta sæti riðilsins og fer í keppni um forsetabikarinn og mætir þar þremur þjóðum frá Norður-Afríku, Alsír, Túnis og Marokkó. Liðunum sem enduðu í neðsta sæti riðlanna er skipt í tvo riðla þar sem hvert lið spilar þrjá leiki, en síðan spila öll átta liðin um röðun í 25.-32. sæti mótsins gegn liði í sama sæti hins riðilsins.
Fimmtudagur 19. janúar: Alsír - Norður-Makedónía
Laugardagur 21. janúar: Norður-Makedonía - Túnis
Mánudagur 23. janúar: Norður-Makedónía - Marokkó
Miðvikudagur 25. janúar: Leikið gegn liði í samsvarandi sæti í hinum riðlinum í keppni um sæti 25-32.