Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Línumaður handboltaliðs Þórs, Kostadin Petrov, er í lokahópi Norður-Makedoníu fyrir HM í handbolta. Hann var á dögunum heiðraður af heimaborg sinni, Veles.
Við sögðum frá því fyrir jól (sjá hér) þegar Koki hélt heim til Norður-Makedóníu til æfinga með landsliðinu fyrir HM. Nú hefur endanlegur hópur verið valinn (sjá hér) og er Koki þar á meðal og er því á leið til Póllands með landsliði sínu. Norður-Makedónía, sem reyndar er aðeins nefnd Macedonia á vef IHF, mætir Norðmönnum í fyrsta leik föstudaginn 13. janúar, Hollandi sunnudaginn 15. janúar og Argentínu þriðjudaginn 17. janúar. Allir leikir liðsins fara fram í Kraká í Póllandi. Allar upplýsingar um mótið og leikjadagskrá má finna á HM-vef IHF - sjá hér.
Koki var heiðrarður af heimaborg sinni, Veles, þegar hann dvaldi í heimahögunum við æfingar með landsliðinu. Með mynd sem hann birti af verðlaunaplatta skrifar hann stuttan texta þar sem hann þakkar heimaborg sinni fyrir þann heiður að gera sig að sendiherra (skv. þýðingu Facebook af makedónsku yfir á ensku). „Þessi verðlaun eru mér mikils virði,“ skrifar hann og „ættu að vera hvatning fyrir margt ungt fólk í Veles til að taka þátt í íþróttum/handbolta í Veles. Ég vil einnig þakka öllum sem hafa hjálpað mér og leiðbeint í handboltanum og það eru kennarar mínir og þjálfarar í handboltafélögum Veles,“ skrifar Kostadin Petrov á Facebook.
Heimasíðuritari laumaðist í myndir sem hann setti inn á Facebook-síðu sína, en þetta eru myndir úr æfingaleik landsliðsins gegn gömlum landsliðsmönnum.