Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Körfuboltakrakkar úr Þór æfðu á Grenivík
Um 25-30 börn hafa æft af kappi í Minnibolta drengja og stúlkna (4-7 ára) í vetur undir styrkri stjórn þjálfaranna Evu Wium, Konráðs, Birkis Orra og Ísaks Otra.
Eins og svo oft áður féll æfing í Glerárskóla niður í dag og var því brugðið á það ráð að halda til Grenivíkur og æfa í flottum íþróttasal staðarins. Einn iðkandi býr á Grenivík og þrír þorpsbúar til viðbótar skelltu sér með í dag og prófuðu körfubolta, móður allra íþrótta.
Þessir flottu krakkar skemmtu sér vel og voru til fyrirmyndar eins og alltaf. Eftir æfingu var svo haldið í sund og út að borða áður en allir héldu heim á leið með bros á vör.
Þarna eru engin vandamál, bara lausnir
(Konráð og Birkir Orri þjálfarar eru með á hópmyndinni)
(Heimamenn eru fremst á myndinni)