Körfubolti 1. deild karla Þór-Fjölnir

Hákon Hilmir í leik með Þór gegn Ármanni
Hákon Hilmir í leik með Þór gegn Ármanni

Körfubolti 1. deild karla Þór-Fjölnir

Á morgun, mánudaginn 13. febrúar tekur Þór móti Fjölni í 1. deild karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 18:15.

Sem stendur er Fjölnir í fimmta sæti deildarinnar með 18 stig en Þór er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með 2 stig.

Fjölnismenn hafa verið að klifra hægt og bítandi upp töfluna en liðið hefur t.a.m. sigrað tvo af síðustu leikjum, gegn Ármanni og Selfossi. Liðið má ekki vanmeta því þeir eru býsna sterkir og er t.d. aðeins annað liðið af tveimur í deildinni til að leggja topplið Álftaness.

Liðið okkar hefur verið afar brothætt í vetur og í undanförnum leikjum hafa meiðsl og veikindi sett stórt strik í reikninginn eitthvað sem liðið mátti síst við. En hinir ungu strákar sem hafa verið að stiga inn í hópinn í síðust leikjum hafa staðið sig með mesta prýði og geta borið höfuðið hátt.

Sem fyrr þá biðlum við til okkar dyggu stuðningsmanna að fjölmenna á leikinn og styðja strákana okkar í baráttunni. Liðið þarf á öllum þeim stuðningi að halda sem í boði er.

Staðan í deildinni

En fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV https://www.livey.events/thortv

Fyrir leik verða seldir grillaðir hamborgarar, borgari og drykkur á 1.500 krónur og miðaverð á leikinn er 2000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.

Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort

Körfubolti er skemmtileg íþrótt.

Áfram Þór alltaf, alls staðar