Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Fyrsti leikur í einvígi Þórs og Grindavíkur í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna í körfubolta verður í Smáranum í kvöld.
Þessi lið hafa mæst þrisvar á leiktíðinni, tvisvar í Subway-deildinni og einu sinni í VÍS-bikarnum. Grindvíkingar unnu með 30 stig mun í Smáranum í fyrsta leik eftir brottflutning úr Grindavík vegna jarðhræringa sem skuku svæðið. Liðin mættust á Akureyri í deildarkeppninni síðla janúarmánaðar og þar höfðu Grindvíkingar aftur sigur, í það skiptið með 13 stiga mun. Þriðja viðureign liðanna var svo hinn eftirminnilegi undanúrslitaleikur í VÍS-bikarnum fyrir fáeinum vikum þar sem Þórsstelpurnar komu öllum á óvart nema sjálfum sér og stuðningssveitinni og sigruðu með fjögurra stiga mun.
Það verður því áhugavert að sjá hvernig liðin mæta til leiks í þessari rimmu í átta liða úrslitum deildarinnar. Nú gildir auðvitað það sama og alltaf, góð mæting í Smárann í kvöld og öflugur stuðningur frá okkar fólki getur skipt sköpum.
Leikurinn hefst kl. 19:00. Vinna þarf þrjá leiki til að fara áfram í undanúrslit.