Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar eru á suðurleið og mæta ÍR-ingum í fyrsta leik undanúrslita 1. deildar karla í körfubolta í Skógarselinu í kvöld kl. 19:30.
Fram undan er áhugaverð viðureign þar sem Þórsarar verða að finna og sýna allar sínar bestu hliðar því nú er komið að sterkari andstæðingi en í fyrstu umferðinni þar sem strákarnir unnu Skallagrím í eftirminnilegum oddaleik á dögunum. Á meðan Þór og Skallagrímur fóru í fimm leiki áttu ÍR-ingar nokkuð náðuga daga og slógu Selfyssinga út í þremur leikjum og hafa því fengið góða hvíld fyrir viðureignina við Þórsara.
ÍR-ingar enduðu í 2. sæti deildarinnar í vetur með 19 sgira í 22 leikjum, aðeins einum sigri minna en KR sem fer beint upp í Subway-deildina, en Þórsarar luku keppni í 5. sætinu, unnu 11 leiki af 22. ÍR vann báðar viðureignir liðanna í deildinni í vetur, heimaleikinn með 11 stiga mun, 94-83, og leikinn hér fyrir norðan með 14 stiga mun, 81-95. Í hinu undanúrslitaeinvíginu mætast Fjölnir og Sindri.
Enn og aftur hvetjum við okkar fólk á suðvesturhorninu til að mæta og styðja okkar menn. Það skiptir máli fyrir liðin okkar að fá stuðning úr stúkunni.