Körfubolti: Jafnt í einvígi Þórs og Skallagríms, körfuboltafár á laugardag

Þórsarar endurheimtu heimavöllinn, ef svo má segja, með tveggja stiga sigri á Skallagrími í Borgarnesi á þriðjudagskvöldið í öðrum leik einvígisins í úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta. 

Þriðji leikurinn verður í Íþróttahöllinni á Akureyri á laugardag, 13. apríl, og hefst kl. 19:15. Leikurinn verður hluti af körfuboltafári eins og deildin kallar það því fyrr um daginn spilar kvennalið Þórs annan leik sinn í einvíginu gegn Grindvíkinum í átta liða úrslitum Subway-deildar kvenna. 

Spennutryllir í Borgarnesi

Eftir tveggja stiga tap á heimavelli í fyrsta leik einvígisins jöfnuðu Þórsarar einvígið í æsispennandi leik í Borgarnesi á þriðjudagskvöldið. 

Skallagrímur - Þór (25-18) (18-24) 43-42 (21-20) (23-27) 87:89

Stig/fráköst/stoðsendingar

Harrison Butler 27/6/7, Jason Gigliotti 19/18/2, Baldur Örn Jóhannesson 17/10/1, Páll Nóel Hjálmarsson 11/2/0, Reynir Róbertsson 7/6/3, Smári Jónsson 6/0/0, Hákon Hilmir Arnarsson 2/0/0.

Sjá einnig umfjöllun á Akureyri.net.