Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Eftir þriggja marka tap fyrir Herði á Ísafirði í fyrsta leik úrslitakeppni Grill 66 deildarinnar í handbolta á þriðjudagskvöldið er mikilvægur heimaleikur á dagskrá annað kvöld, föstudaginn 12. apríl kl. 19:30.
Hörður sigraði Þór í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Grill 66 deildar karla í handbolta, en vinna þarf tvo leiki til að fara áfram í úrslitaeinvígi við Fjölni. Það kemur því ekkert annað til greina en sigur hjá Þórsurum í leiknum annað kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:30 og mikilvægt að fá fjölmenni í Höllina til að styðja strákana í baráttunni um að komast upp í Olísdeildina.
Markvörður Ísfirðinga var Þórsurum erfiður í leiknum, varði 22 skot. Þórsarar skoruðu fyrsta markið, en heimamenn í Herði náðu fljótt forystunni og héldu henni út allan leikinn. Þórsarar náðu á köflum í leiknum að vinna muninn niður í tvö mörk, en komust ekki nær heimamönnum en það og niðurstaðan að lokum þriggja marka tap.
Hörður - Þór 28-25 (14-10)
Ítarleg tölfræði leiksins (hbstatz.is)
Mörk: Brynjar Hólm Grétarsson 10, Arnór Þorri Þorsteinsson 7, Aron Hólm Kristjánsson 3, Sigurður Ringsted Sigurðsson 2, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Halldór Kristinn Harðarson 1, Þormar Sigurðsson 1.
Varin skot: Tómas Ingi Gunnarsson: 11 (28,2%).
Refsimínútur: 4.