Körfubolti: Skallagrímur stal heimavellinum

Reynir Róbertsson skoraði 36 stig í kvöld, en það dugði ekki til, því miður. Mynd: Páll Jóhannesson.
Reynir Róbertsson skoraði 36 stig í kvöld, en það dugði ekki til, því miður. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þórsarar töpuðu með tveggja stiga mun fyrir Skallagrími í fyrsta leik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni 1. deildar karla í körfubolta í kvöld.

Skallagrímur hafði betur í fyrsta leikhlutnum, vann hann með þremur stigum. Gestirnir héldu forystunni og juku við hana í öðrum leikhluta og leiddu með 11 stigum eftir fyrri hálfleikinn.  Þórsarar snéru leiknum alveg við í seinni hálfleiknum, náðu að éta upp þetta forskot í þriðja leikhlutanum og leiddu með tveimur stigum fyrir lokafjórðunginn. Forystan var sex stig þegar um þrjár mínútur voru eftir, 87-81, en þá skoruðu gestirnir 11 stig í röð og komust yfir. Tveir af lykilleikmönnum Þórs, Jason Gigliotti og Harrison Butler, fóru báðir út af með fimm villur á lokamínútunum, en lokakaflinn engu að síður spennandi. Niðurstaðan að lokum tveggja stiga sigur gestanna, virkilega svekkjandi úrslit eftir að Þórsarar höfðu unnið upp forskot og verið í góðri stöðu alveg fram á lokamínúturnar. Reynir Róbertsson átti stórleik í kvöld, skoraði 36 stig. Darius Banks skoraði 26 stig fyrir gestina.

.Þór - Skallagrímur (22-25) (19-27) 41-52 (29-16) (25-29) 95-97 

Stig/fráköst/stoðsendingar

Reynir Róbertsson 36/5/5, Jason Gigliotti 15/11/4, Baldur Örn Jóhannesson 14/6/3, Smári Jónsson 14/1/6, Harrison Butler 8/4/4, Páll Nóel Hjálmarsson 6/1/0, Andri Már Jóhannesson 2/0/0, Hákon Hilmir Arnarsson 0/0/1.

Skallagrímur hefur þar með tekið forystuna í einvíginu, en næsti leikur liðanna fer fram í Borgarnesi þriðjudaginn 9. apríl og hefst kl. 19:15.