Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar fá Ármenninga í heimsókn í Höllina í kvöld kl. 19:15 í 20. umferð 1. deildar karla í körfubolta.
Nú eiga öll liðin eftir þrjá leiki og má segja að liðin í 5.-8. sæti eigi í harðri baráttu um endanlega röð í deildinni áður en kemur að úrslitakeppninni. Eins og áður hefur komið fram hér fer eitt lið beint upp í Subway-deildina, en liðin í 2.-9. sæti fara í úrslitakeppni um annað laust sæti. Miðað við stöðuna í dag færi ÍR beint upp, en viðureignir í úrslitakeppni yrðu: KR-Selfoss, Fjölnir-Þór, Sindri-ÍA, Skallagrímur-Þróttur V. Þetta gæti þó auðvitað átt eftir að breytast í þremur síðustu umferðunum.
Hér að neðan má sjá stöðuna í deildinni og svo leikina sem Þór og næstu lið fyrir ofan eiga eftir í þessum þremur síðustu umferðum.