Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Átta Þórsarar verða í verkefnum með yngri landsliðunum í körfubolta í sumar og fara á alþjóðleg mót, Norðurlandamót og Evrópumót.
KKÍ hefur gefið út leikmannahópa yngri landsliða fyrir mót sumarsins. Þórsarar eiga sex fulltrúa í þessum hópum. Um er að ræða leikmenn liða U15, U16, U18 drengja og stúlkna auk U20 karla og kvenna.
Í U15 landsliði drengja eigum við tvo fulltrúa, þá Bergvin Inga Magnússon og Pétur Nikulás Cariglia. Emma Karólína Snæbjarnardóttir mun leika með U16 stúlkna og í U20 landsliðum eigum við þau Rebekku Hólm Halldórsdóttur, Evu Wium Elíasdóttur og Reynir Bjarkan Róbertsson.
Eva Wium var einnig valin í æfingahóp A-landsliðs ásamt Hrefnu Ottósdóttur. Eva Wium fór með landsliðinu til Svíþjóðar síðasta sumar í tvo æfingaleiki en þetta er fyrsta A-landsliðsval Hrefnu en hún lék með U15, U16 og U20 landsliðum Íslands.
Við óskum okkar fólki innilega til hamingju með árangurinn og óskum þeim góðs gengis í verkefnum sumarsins!