Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Síðasta bikarmótið í Vor bikarmótaröðinni var haldið í húsakynnum WCBA (World class boxing academy) sem við Kringluna. Við Þórsarar vorum með 4 keppendur skráða í bikarnum. En þar sem Ágúst Davíðsson hafði unnið í báðum mótunum á undan og andstæðingur hans var önnum kafinn fyrir þetta mót, þá kepptu þeir ekki.
Arnar Geir Kristbjörnsson mætti Arnari Jaka Smárasyni úr HFK. Arnar Jaki hafði unnið fyrstu viðureign þeirra og Arnar Geir var veikur þegar þeir áttu að mætast í seinna skiptið, þannig að Arnar Jaki var orðinn bikarmeistari, en enginn ástæða til að láta gott tækifæri fyrir dýrmæta reynslu fram hjá sér fara. Arnar Jaki sótti mjög stíft á Arnar Geir eins og í fyrstu viðureigninni, en Arnar Geir var miklu undirbúnari fyrir það að þessu sinni. Arnar Geir sló með góðum stungum og náði oft að snúa á Arnar Jaka og negla hann með fastri hægri. En Arnar Jaki náði líka oft að komast inn fyrir varnir Arnars Geirs og sló þá með mjög mörgum hoggum í skrokkinn og svo höfuðið. Þeir boxuðu mjög hratt og voru báðir að slá frekar mikið. Þetta var jafn og skemmtileg viðureign sem endaði 4-1 fyrir Arnari Jaka. Viðureignina er hægt að sjá hér https://www.youtube.com/watch?v=C0V0AFvw13Q
Jakub Biernat mætti Hlyn Þorra Helgusyni frá HFK í þeirra þriðju viðureign. Jakub hafði unnið fyrstu tvær og þvi orðinn bikarmeistari. Jakub gat því verið rólegur yfir úrslitum og einbeitt sér að því að boxa vel. Jakub átti því annaðhvor frumkvæði að því að byrja að slá eða varði sig með því að búa til fjarlægð á milli þeirra og gat út frá því unnið að því að slá útfrá eigin frumkvæði. Í síðustu viðureign sló hann alltaf þegar Hlynur kom nærri og var því orðinn dauðþreyttur þegar leið á viðureignina. En núna var hann miklu ferskari þar sem hann lét ekki plata sig í að vera stöðugt að slá frá sér. Og þetta gekk mjög vel hjá Jakubi, svo vel reyndar að hann vann viðureignina 5-0. Hér má sjá viðureignina https://www.youtube.com/watch?v=99vq3Njy3Fk
Elmar Freyr Aðalheiðarson mætti Sigurjóni Guðnasyni úr Bogatyr í viðureign um titilinn í Þungavigt. Elmar hafði áður sigrað Magnús Kolbjörn úr HFK sem áður hafði sigrað Sigurjón, svo ef Sigurjón myndi sigra Elmar væri allt í hnút. Elmar byrjaði á að pota í Sigurjón með nokkrum stungum og leyfði honum svo aðeins að koma nær, Sigurjón mætti með hægri sveiflu sem Elmar beygði sig undir og færði sig svo frá. Eftir það byrjaði Elmar á að færa sig aleg uppað Sigurjóni sem varð til þess að hann reyndi að slá mörg föst högg en Elmar blokkaði þá áras vel. Þetta gerði Elmar nokkrum sinnum og virtist Sigurjón vera nokkuð þreyttur þegar líða tók á fyrstu lotu. Ekki bætti úr skák fyrir hann þegar Elmar byrjaði að slá til baka eftir að vera búinn að verja sig. Lota 2 og þrjú voru nokkuð öruggar fyrir Elmar, þar sem hann sló Sigurjón að vild að því virtist en Sigurjón virtist ansi ráðþrota þegar kom að því að ná Elmari til baka. Elmar vann viðureignina því örugglega 5-0 og er því aftur orðinn bikarmeistari í Þungavigt. Viðureignina má sjá hér https://www.youtube.com/watch?v=5Ocil5LJOl0