Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Mæsti heimaleikur: Þór-Hrunamenn
Á morgun, mánudag tekur Þór á móti Hrunamönnum í 1. deild karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni klukkan 19:00.
Nú þegar styttast fer í annan endann á tímabilinu, en Þór á nú aðeins fjóra heimaleiki eftir og sem fyrr þarf liðið okkar á öllum þeim stuðningi að halda sem í boði er. Leiktíðin hefur verið Þór erfið af ýmsum ástæðum. Þrátt fyrir erfiða stöðu berjast ungu leikmennirnir sem aldrei fyrr og enga uppgjöf að finna í þeirra hópi. Því eru áhorfendur hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja strákana okkar í baráttunni.
Fyrir leik verða seldir grillaðir hamborgarar, borgari og drykkur á 1.500 krónur og miðaverð á leikinn er 2000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV.
Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort
Hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn og styðja Þór til sigurs.
Körfubolti er skemmtileg íþrótt.
Áfram Þór alltaf, alls staðar