Mikilvægur sigur á Ísafirði

Oddur skoraði 11 mörk í dag.
Oddur skoraði 11 mörk í dag.

Strákarnir okkar í handboltanum gerðu góða ferð til Ísafjarðar í dag þar sem Þór heimsótti Hörð í mikilvægum leik í Grill 66 deildinni í handbolta.

Leiknum lauk með tveggja marka sigri Þórs, 23-25, eftir hörkuleik en staðan í leikhléi var jöfn.

Smelltu hér til að skoða tölfræðina úr leiknum.

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn HBH þann 4.mars næstkomandi.