Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Myndir frá Hreinsitæknimótinu í körfubolta
Síðastliðin laugardag fór fram Hreinsitækimótið í körfubolta sem haldið var í íþróttahöllinni. Alls mættu 25 lið til leiks en þau komu frá fjórum félögum þ.e. Þór, Höttur, Samherjar og Tindastóll. Mótið var fyrir krakka á aldrinum 6-11 ára og voru þátttakendur á annað hundrað.
Samhliða mótinu var haldið “Norðurlandsmót” í Stinger og þar var spennan ekki minni en í sjálfum leikjunum. Mótið tókst í alla staði mjög vel og óhætt að segja að bæði gleðin hafi verið við völd innan vallar sem utan.
Unglingaráð Þórs þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn við framkvæmd mótsins og síðast en ekki síst öllum þeim þátttakendum sem öll voru sér og sínum félögum til mikilla sóma.
Hér að neðan er tengill í myndaalbúm með myndum frá mótinu. Myndirnar tók Páll Jóhannesson.
Myndaalbúm smellið HÉR