Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Barnaheill og KSÍ, í samstarfi við Þór, bjóða fólki sem kemur að íþróttastarfi barna á námskeiðið Verndarar barna.
Barnaheill og KSÍ, í samstarfi við Þór, bjóða starfsfólki í íþróttastarfi barna hjá Þór, sjálfboðaliðum og foreldrum á forvarnanámskeiðið Verndarar barna. Þó fram komi í auglýsingunni að námskeiðið sé sérstaklega ætlað fólki í knattspyrnustarfi barna er opið fyrir öll sem koma að íþróttastarfi með börnum hjá félaginu að mæta á námskeiðið.
Markmið námskeiðsins er að fyrirbyggja kynferðisofbeldi gegn börnum, þekkja vísbendingar og einkenni ofbeldis og læra að bregðast rétt við. Sérfræðingur frá Barnaheillum heimsækir knattspyrnufélög um land allt og heldur námskeið.
Námskeiðið verður í Hamri þriðjudaginn 17. janúar kl. 16-20.