Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar misstu af gullnu tækifæri til að koma sér í góða stöðu í baráttunni um umspilssætin í Lengjudeildinni þegar þeir mættu Njarðvíkingum í 19. umferð Lengjudeildar karla í gærkvöld.
Þrátt fyrir góða byrjun heimamanna voru það Njarðvíkingar sem skoruðu mörkin og voru komnir með tveggja marka forystu eftir tæplega hálftíma leik. Þriðja mark gestanna kom svo þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þriðji ósigurinn á heimavelli í deildinni í sumar staðreynd.
Eftir leiki gærkvöldsins er Þór í 7. sæti deildarinnar með 24 stig úr 19 leikjum, en 19. umferðinni lýkur í dag með tveimur leikjum.
Upptaka af leiknum er á YouTube-rás Lengjudeildarinnar, en hér að neðan er hægt að fara beint inn á hvert mark fyrir sig.
0-1
0-2
0-3