Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Aðalfundur knattspyrnudeildar Þórs var haldinn í gær. Mikil endurnýjun hefur orðið í stjórn deildarinnar.
Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf. Bjarni Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar og fór yfir reikninga og Fjalar Úlfarsson fór yfir starfsemi unglingaráðs.
Ný stjórn er þannig skipuð: Sveinn Elías Jónsson er formaður, Ingi Hrannar Heimisson er varaformaður, Sigurður Grétar Guðmundsson gjaldkeri, John Cariglia ritai og þeir Aðalgeir Axelsson, Óðinn Svan Óðinsson og Ragnar Hauksson meðstjórnendur. Sigurður Grétar er sá eini sem heldur áfram úr fyrri stjórn, en þeir Bjarni Sigurðsson, Birkir Hermann Björgvinsson, Hlynur Birgisson og Sævar Eðvarðsson gáfu ekki kost á sér áfram.
Í unglingaráði bar helst til tíðinda að Brynjólfur Sveinsson, sem þar hefur setið í um áratug, gaf ekki lengur kost á sér. Nýtt unglingaráð er þannig skipað - og að hluta hafa nýir fulltrúar í ráðinu starfað þar frá því í haust.
Fjalar Úlfarsson formaður, Heiðdís Rósa Sigurjónsdóttir gjaldkeri, Jóhann Þórhallsson, Guðríður Sveinsdóttir og Halldóra Hauksdóttir. Elsa Björg Pétursdóttir og Ingi Hrannar Heimisson hættu í ráðinu síðastliðið haust og Brynjólfur núna á aðalfundinumm.
Rekstur knattspyrnudeildar, unglingaráðs og Þórs/KA var erfiður á síðastliðnu ári og mikill halli á rekstrinum. Fráfarandi formaður deildarinnar, formaður unglingaráðs og framkvæmdastjóri félagsins fóru yfir og útskýrðu ástæður þessa hallareksturs, sem eru af margvíslegum toga.
Ársreikningur knattspyrnudeildar (pdf).
Stjórn knattspyrnudeildar 2023
Unglingaráð 2023