Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Pílukastarinn Óskar Jónasson frá píludeild Þórs komst í 32ja manna úrslit á PDC Pro Tour móti í Danmörku um helgina.
PDC Nordic & Baltic er mótaröð þar sem keppendur frá tíu löndum eru gjaldgengir, en auk Íslands eru það Færeyjar, Danmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Lettland og Litháen. Mótið sem fram fór um helgina var í Danmörku, en mót í þessari mótaröð verða einnig haldin í Svíþjóð í mars, á Íslandi í apríl, Finnlandi í júní og Lettlandi í júlí. Mótið sem fram fer á Íslandi verður haldið á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík dagana 14.-16. apríl.
Þátttakendur safna stigum á mótaröðinni og ávann Óskar sér 50 stig með frammistöðunni um helgina, en 32 efstu í hverju móti fá stig, allt frá 50 stigum upp í 1.200 stig sem sigurvegarinn hlýtur. Auk Óskars voru fimm aðrir þátttakendur frá píluklúbbum syðra, þeirra á meðal þjálfarin Píludeildar Þórs, Matthías Örn Friðriksson.
Hér að neðan eru skjáskot með yfirliti yfir leiki Óskars um helgina, ásamt skjáskotum úr sigurleikjunum. Þar spilaði hann meðal annars einn 14 pílu legg, en fullkominn leikur er þegar keppandi klárar legg með níu pílum.
Viðureign Óskars og Svíans Lars Andersson. Þarna má sjá að Óskar vinnur sjöunda legginn og nær þar 107,36 í þriggja pílu meðaltalsskor og kláraði þann legg með 14 pílum. Óskar vann þennan leik 6-5.
Hér sjáum við sigurleik Óskars gegn Dananum Brian Rohmann Andersen, en Óskar vann þennan leik 6-4.