Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Úrvalsdeildin í pílukasti verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport í kvöld frá kl. 19:30. Þórsarar eiga einn fulltrúa í riðlinum sem spilaður verður í kvöld, Edgars Kede Kedza.
Edgars fær verðugt verkefni því ásamt honum í G-riðli eru núverandi Úrvalsdeildar- og Íslandsmeistarar, Vitor Charrua úr Pílufélagi Hafnarfjarðar og Pétur Rúðrik Guðmundsson úr Pílufélagi Grindavíkur, ásamt Magnúsi Má Magnússyni úr Pílufélagi Hafnarfjarðar.
Úrvalsdeildin er spiluð í átta riðlum, samtals 32 keppendur. Spilað er á Bullseye í Reykjavík á miðvikudagskvöldum, einn riðill á kvöldi.