Pílukast: Íslandsmót í 501 tvímenning - 3.-4. sæti niðurstaðan

Valþór Atli & Dilyan Kolev 3.-4. sæti í karlaflokki
Ólöf Heiða & Kolbrún Gígja, 3.-4.sæti í kvennaf…
Valþór Atli & Dilyan Kolev 3.-4. sæti í karlaflokki
Ólöf Heiða & Kolbrún Gígja, 3.-4.sæti í kvennaflokki

Síðastliðin sunnudag var Íslandsmót í 501 tvímenning haldið á Bullseye í Reykjavík. Píludeild Þórs sendi 10 lið til leiks, 7 karlalið og 3 kvennalið. 

Keppni hófst kl 10:30 á sunnudegi og meirihluti keppenda lagði afstað snemma á sunnudagsmorgun suður yfir heiðar. Keppt var í riðlakeppni og svo útslætti en öll okkar lið komust uppúr sínum riðlum og í 32 liða úrslit. 

Í karlaflokki voru það félagarnir Valþór Atli og Dilyan Kolev sem fóru lengst af þórsurunum. Þeir töpuðu 5-4 í undanúrslitum eftir hörkuleik og 3.-4. sæti því niðurstaðan. Á leið sinni í undanúrslitaleikinn unnu þeir í 8 liða úrslitum félaganna og þórsarann Matthías Örn og Björn Steinar, 4-3. 

Árangur hjá öðrum karlaliðum píludeildar Þórs var eftirfarandi:

  • Garðar Þórisson & Ágúst Örn: Töpuðu 4-2 í 32 liða úrslitum.
  • Valur Sigurgeirsson & Snæbjörn Ingi: Töpuðu 4-1 í 32 liða úrslitum.
  • Jason Wright & Axel Wright: Töpuðu 4-2 í 32 liða úrslitum.
  • Friðrik Gunnarsson & Sigurður Þórisson: Töpuðu 4-1 í 32 liða úrslitum.
  • Sverrir Freyr & Viðar Valdimarsson: Töpuðu 4-0 í 16 liða úrslitum.
  • Matthías Örn & Björn Steinar: Töpuðu 4-3 í 8 liða úrslitum
  • Valþór Atli og Dilyan Kolev: Töpuðu 5-4 í undanúrslitum.

Heilt yfir ágætis árangur hjá karlaliðum en það er rými fyrir bætingar. 

Hér er hægt að skoða alla leiki í útslætti hjá körlum.

Í kvennaflokki voru það Kolbrún Gígja og Ólöf Heiða sem fóru lengst. Þær töpuðu í oddalegg í undanúrslitum líkt og Valþór Atli og Dilyan Kolev. Niðurstaðan því 3-4.sæti hjá konunum. 

Árangur hjá öðrum kvennaliðum píludeildar Þórs var eftirfarandi:

  • Birta María & Hrefna Linda: Töpuðu 4-1 í 16 liða úrslitum.
  • Dóra Óskarsdóttur & Sunna Valda: Töpuðu 4-1 í 16 liða úrslitum.
  • Kolbrún Gígja & Ólöf Heiða: Töpuðu 5-4 í undanúrslitum.

Hér er hægt að skoða alla leiki í útslætti hjá konum.