Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Píludeild Þórs á 20 fulltrúa á Íslandsmótinu í 501 í pílukasti sem fram fer á morgun, fjórar konur og 16 karla.
Mótið fer fram á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík á morgun, sunnudaginn 5. maí. Keppni hefst í riðlum kl. 11, en eftir riðlakeppnina hefst útsláttarkeppni. Í karlaflokki eru samtals 116 keppendur í 32 riðlum (3-4 í riðli) og fara allir áfram úr riðlunum í útsláttarkeppni.
Í kvennaflokki eru 16 keppendur þannig að píludeild Þórs á fjórðung keppenda þar. Keppendum er skipt í fjóra riðla og fara allir áfram í útsláttarkeppni.
Þetta verður fjölmennasta Íslandsmótið í pílukasti sem haldið hefur verið og auk þess metþátttaka frá píludeild Þórs.
Keppendur frá píludeild Þórs: