Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Níu keppendur frá píludeild Þórs tóku í gær þátt í pílumóti Reykjavíkurleikanna þar sem keppt var í einmenningi í 501. Ólöf Heiða Óskarsdóttir fór í undanúrslit í kvennaflokki og Viðar Valdimarsson í 16 manna úrslit í karlaflokki.
Þrjár tóku þátt frá píludeild Þórs í keppni í kvennaflokki í gær, Kolbrún Gígja Einarsdóttir, Ólöf Heiða Óskarsdóttir og Sunna Valdimarsdóttir. Ólöf Heiða komst í undanúrslit.
Fimmtán voru skráðar til leiks í kvennaflokki og byrjað á riðlakeppni en þaðan fóru allar áfram í útsláttarkeppni. Sunna Valdimarsdóttir féll út í fyrstu umferð eftir 0-4 tap fyrir Brynju Herborgu, en þær Kolbrún Gígja og Ólöf Heiða mættust í átta manna úrslitum. Áður hafði Kolbrún Gígja sigrað Maríu Emmu Canete, 4-3, í fyrstu umferðinni og Ólöf Heiða vann Lindu Dögg Agnarsdóttur 4-0. Ólöf Heiða hafði betur gegn Kolbrúnu Gígju í átta manna úrslitum, 4-1, en tapaði 3-4 fyrir Árdísi Sif Guðjónsdóttur í undanúrslitunum.
Í karlaflokki var keppendum skipt í 16 riðla, alls 71 keppanda. Af þeim fóru 64 keppendur áfram í útsláttarkeppni, þeirra á meðal allir karlarnir frá Þór, en það voru þeir Edgars Kede Kedza, Garðar Gísli Þórisson, Óskar Jónasson, Sigurður Brynjar Þórisson, Valþór Atli Birgisson og Viðar Valdimarsson. Þeir komust allir áfram úr riðlakeppninni, þrír féllu út í 64ra manna úrslitum, tveir í 32ja manna og einn komst í 16 manna úrslit.