Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þórsarar sendu vaska sveit pílukastara suður um liðna helgi til þátttöku í Iceland Open og Iceland Masters sem haldið var í Reykjavík. Valþór Atli Birgisson náði lengst okkar manna, komst í 16 manna úrslit og spilaði til að mynda einn 11 pílna leik, sem er frábær árangur.
Keppendur frá píludeild Þórs sem tóku þátt í mótinu voru Edgars Kede Kedza, Hjörtur Geir Heimisson, Jason Wright, Ragnar Helgason, Roman Foltynek, Valþór Atli Birgisson og Viðar Valdimarsson. Á laugardag var bein útsláttarkeppni, Iceland Open, en á sunnudag var riðlakeppni og síðan útsláttur, Iceland Maters.