Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Rauðir og hvítir í 79 ár.
Það vita allir að aðallitir Þórs eru rauðir og hvítir, en hefur það alltaf verið svo?
Nei, svo er nú ekki því rauði og hvíti liturinn sem hefur fylgt Þór í áratugi er þriðja lita útgáfan frá stofnun félagsins árið 1915. Spólum aftur til ársins 1921.
Á árinu 1921 urðu þau tímamót að Þór fékk aðild að Í.S.Í (þann 21. maí) þannig að Þór hefur verið aðili að Í.S.Í í 102 ár.
Í ágúst sama ár fékk félagið sinn fyrsta keppnisbúning samþykktan af Í.S.Í og nýi búningurinn var hvít peysa og svartar buxur. Á þessu merka ári keppti Þór í fyrsta sinn opinberlega í þessum búningi. Þennan búning notaði Þór næstu fjórtán árin.
Þór verður gulur og svartur
Á vordögum ársins 1935 ákveður Þór að gera breytingar á búningi félagsins. Nýi búningurinn var þannig: peysa/með gulum og svörtum langröndum, buxur svartar með gulum leggingum og sokkar svartir með gulum röndum í uppábroti. Þórsarar voru ekki lengi í þessum búningum eða aðeins í 9 ár.
Eftir að hafa verið í gulum/svörtum búningi í 9 ár var tekin sú ákvörðun að skipta út þeim búningi fyrir rauðan og hvítan. Þann 4. Júlí 1944 samþykkti Í.SÍ. nýjan búning félagsins sem var hvít peysa, rauðar buxur og rauðir sokkar. Fyrst var keppt í hinum nýja búningi í fyrsta sinn 15. september í knattspyrnuleik gegn KA sem tapaðist 8:2.
Svo í dag 4. júlí eru liðin nákvæmlega í 79 ár í dag frá því að Þórsarar tóku upp rauðan og hvítan sem aðalliti félagsins.
3. flokkur Þórs í hvítum og svörtum búningi árið 1933
Handboltakonur í gulum og svötum búningi Þórs myndin er tekin á bilinu 1935-1940
Ingimar Arnar Kristánsson í núverandi knattspyrnubúningi félagsins.