Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Körfuknattleiksdeild hefur samið við Rebekku Hólm Halldórsdóttur um að leika með liði Þórs í Subway-deildinni á komandi tímabili.
Rebekka Hólm Halldórsdóttir (2005) kemur til Þórs frá Tindastóli. Rebekka er bakvörður, 180 sm að hæð, og spilaði tæpar 20 mínútur í leik með Tindastóli í 1. deildinni á síðastliðnu tímabili. Leikmannahópur Þórs er orðinn álitlegur fyrir komandi tímabil, sem verður fyrsta tímabil kvennaliðs Þórs í efstu deild í 45 ár.
Áður höfðu þær Maddie Sutton, Eva Wium Elíasdóttir, Heiða Hlín Björnsdóttir, Hrefna Ottósdóttir og Karen Lind Helgadóttir endurnýjað samninga sína við félagið og þær Emma Karólína Snæbjarnardóttir, Katrín Eva Óladóttir, Vaka Bergrún Jónsdóttir og Valborg Elva Bragadóttir skrifað undir sína fyrstu samninga. Auk þeirra eru svo nýju leikmennirnir sem samið hefur verið við, Hulda Ósk Bergsteinsdóttir, sem kemur frá KR, og belgíski framherjinn Lore Devos. Rebekka Hólm Halldórsdóttir bætist svo í þennan hóp með þessari undirskrift.