Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Íslenska landsliðið í fótbolta hóf keppni í Þjóðadeildinni með útileikjum gegn Sviss og Frakklandi.
Okkar fulltrúi í hópnum var Sandra María Jessen en hún hóf leik á varamannabekknum í fyrri leiknum gegn Sviss sem lauk með markalausu jafntefli. Sandra kom inn af bekknum á 73.mínútu.
Í kvöld var svo firnasterkt lið Frakka heimsótt til Le Mans í Frakklandi og var Sandra María í byrjunarliði Íslands og lék fyrstu 75 mínúturnar í 3-2 tapi íslenska liðsins.
Sandra hefur nú leikið 49 A-landsleiki fyrir Íslands hönd en næstu leikir Íslands eru í byrjun apríl.