Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Sex keppendur eru frá píludeild Þórs í pílukeppni RIG, Reykjavik International Games. Riðlakeppnin fer fram í kvöld.
Keppni í kvennaflokki fer fram í Píluklúbbnum að Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði. Þar eiga Þórsarar einn fulltrúa, Hrefnu Sævarsdóttur. Karlarnir spila í aðstöðu Pílufélags Reykjavíkur við Tangarhöfða. Þar eru þeir Davíð Örn Oddsson, Garðar Þórisson, Óskar Jónasson, Sigurður Þórisson og Viðar Valdimarsson fulltrúar Þórsara.
Keppni í riðlum fer fram í kvöld, en síðan heldur mótið áfram með útsláttarkeppni á pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut á morgun.
Hér má sjá skiptingu í riðla.
Í annarri frétt á vef Íslenska pílukastsambandsins - sjá hér - eru nánari upplýsingar um keppnisfyrirkomulag og tímasetningar.
Viðar Valdimarsson, Hrefna Sævarsdóttir og Davíð Örn Oddsson.
Sigurður Þórisson, Garðar Þórisson og Óskar Jónasson.