Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
U15 ára landslið Íslands í fótbolta unnu örugga sigra á jafnöldrum sínum frá Færeyjum í dag þar sem ungir Þórsarar léku sinn fyrsta landsleik.
Strákarnir hófu leik en báðir leikirnir fóru fram á flottum gervigrasvelli á Svangaskarði í Færeyjum. Þar var Pétur Orri Arnarson úr 3.flokki Þórs í byrjunarliði Íslands og lék nær allan leikinn í hjarta varnarinnar.
Pétur átti góðan leik, steig ekki feilspor og hjálpaði íslenska liðinu að vinna öruggan 4-0 sigur.
Skömmu síðar hófu stelpurnar leik og þar voru Karlotta Björk Andradóttir og Kolfinna Eik Elínardóttur úr 3.flokki Þórs/KA í byrjunarliði Íslands; Kolfinna í vörninni en Karlotta á hægri kantinum.
Stelpurnar léku vel líkt og allt íslenska liðið sem vann 5-1 sigur.
Við óskum þessu efnilega knattspyrnufólki til hamingju með sína fyrstu landsleiki og góð úrslit.
Liðin leika aftur á fimmtudag á Tórsvelli í Þórshöfn.