Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir – minning

Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir – minning

F: 8. desember 1950 – D: 19. febrúar 2024.

Minning.

Kveðja frá Íþróttafélaginu Þór.

Hvert íþróttafélag byggir stóran hluta afkomu sinnar á félagsmönnum, og sagt er að hvert félag verði aldrei sterkara en félagsmennirnir sjálfir.

Þetta eru orð á sönnu og Íþróttafélagið okkar, Þór getur svo sannarlega tekið þessi orð til sín.

Í dag kveðjum við Þórsarar einn öflugan stuðnings - og félagsmann til áratuga.

Sigurlaug Þóra Gunnarsdóttir eða Silla eins og við þekktum hana fæddist í umhverfi því sem uppfullt var af Þórsurum og sannarlega drakk hún það með móðurmjólkinni að fylgja sínu félagi að málum og styðja, og það svo sannarlega gerði hún alla æfi.

Þórsari í gegn var Silla og bar einkar hlýjan hug til félagsins í orði og verki og reynist dyggur stuðningsmaður og Silla var ein af þeim sem gladdist þegar vel gekk, og ekki síður hvatti okkur Þórsara til dáða þegar á brattann var að sækja, semsagt Silla var sannur Þórsari í blíðu og stríðu.

Þannig félagsmenn eru hverju félagi dýrmætir og því lútum við Þórsarar höfði í dag í þakkarskuld og þökkum Sigurlaugu Þóru Gunnarsdóttur árin öll og trúnaðinn og traustið er hún sýndi félagi sínu, Íþróttafélaginu Þór alla sína tíð.

Gengin er góður félagi, en minningin mun lifa.

Íþróttafélagið Þór sendir börnum Sigurlaugar Þóru barnabörnum, sem og öllum öðrum ástvinum hennar sínar innilegustu samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning Sigurlaugar Þóru Gunnarsdóttur.

Hvíli hún í friði Guðs.

Íþróttafélagið Þór.

Útför Sigurlaugar fer fram frá Akureyrarkirkju í dag 4. mars og hefst athöfnin kl 13.00.