Sjö Þórsarar á bikarmóti í Taekwondo

Síðastliðna helgi fór fram bikarmót II hjá TKÍ. Mótið fór fram í íþróttahúsinu Strandgötunni Hafnarfirði.
 
Taekwondo deild Þórs mætti með 7 keppendur á öllum aldri auk þess 1 dómara. Keppt var á laugardag í Poomse eða formum. Á sunnudag var síðan keppt í Kyorugi eða bardaga.
 
Keppendur frá Þór stóðu sig með stakri prýði og voru félaginu til mikils sóma.