Sjö Þórsarar boðaðir á landsliðsæfingar

Nokkur af yngri landsliðum Íslands í fótbolta koma saman til æfinga í höfuðborginni á næstu dögum og þar eigum við sjö öfluga fulltrúa.

U19

Þórhallur Siggeirsson, landsliðsþjálfari U19 karla, hefur valið hóp sem kemur saman til æfinga 17.-18. febrúar. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, en um er að ræða leikmenn fædda 2007.

Í þeim hópi eru Þórsararnir Pétur Orri Arnarson og Víðir Jökull Valdimarsson.

U17

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U17 karla, hefur valið hóp til æfinga. Hópurinn æfir og leikur leik gegn Kára þriðjudaginn 11. febrúar. Æfingin fer fram í Miðgarði í Garðabæ, en leikurinn á Akranesi.

Í hópnum eru Þórsararnir Ásbjörn Líndal Arnarsson, Einar Freyr Halldórsson og Sverrir Páll Ingason.

U16

Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið tvo hópa sem koma saman til æfinga. Fyrri hópurinn tekur þátt í æfingu og leik miðvikudaginn 12. febrúar og sá seinni fimmtudaginn 13. febrúar.

Í öðrum hópnum er Þórsarinn Kristófer Kató Friðriksson.

U15

Ómar Ingi Guðmundsson, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið leikmenn til úrtaksæfinga dagana 11.-13. feb 2025. Æfingarnar fara fram í Miðgarði, knattspyrnuhúsi í Garðabæ.

Í hópnum er Þórsarinn Smári Signar Viðarsson.

Óskum okkar drengjum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.