Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
KSÍ hefur gefið út staðfesta niðurröðun leikja í Bestu deild kvenna. Þór/KA hefur leik á útivelli gegn Stjörnunni miðvikudaginn 26. apríl.
Næstu tveir mótsleikirnir hjá stelpunum í Þór/KA verða gegn Stjörnunni því þessi lið mætast í úrslitaleik Lengjubikarsins laugardaginn 1. apríl og svo í fyrstu umferð Bestu deildarinnar miðvikudaginn 26. apríl, en báðir þessir leikir fara fram á heimavelli Stjörnunnar. Leikið verður með breyttu fyrirkomulagi og fjölgar leikjum frá því sem verið hefur. Sex efstu liðin í deildarkeppninni munu spila 23 leiki, en fjögur neðstu liðin 21 leik. Fyrst er spiluð venjuleg, tvöföld umferð allra liða eins og verið hefur, en síðan skiptist mótið í efri og neðri hluta og spiluð einföld umferð í hvorum hluta. Sex lið verða í efri hlutanum, en fjögur í neðri.
Leikjadagskrá allra liða á vef KSÍ. Samkvæmt staðfestri niðurröðun verða leikirnir hjá Þór/KA eftirfarandi - en einnig má sjá leikjalista liðsins hér á vef KSÍ:
Fyrri umferð
26. apríl: Stjarnan - Þór/KA
1. maí: Þór/KA - Keflavík
7. maí: ÍBV - Þór/KA
15. maí: Þór/KA - Breiðablik
22. maí: Þróttur - Þór/KA
31. maí: Þór/KA - FH
6. júní: Valur - Þór/KA
11. júní: Þór/KA - Selfoss
21. júní: Tindastóll - Þór/KA
Seinni umferð
25. júní: Þór/KA - Stjarnan
4. júlí: Keflavík - Þór/KA
9. júlí: Þór/KA - ÍBV
21. júlí: Breiðablik - Þór/KA
26. júlí: Þór/KA - Þróttur
2. ágúst: FH - Þór/KA
15. ágúst: Þór/KA - Valur
20. ágúst: Selfoss - Þór/KA
27. ágúst: Þór/KA - Tindastóll
Deildinni verður síðan tvískipt og verða sex lið í efri hlutanum, en fjögur í þeim neðri. Spiluð verður einföld umferð í hvorum hluta. Leikir í efri hlutanum fara fram á tímabilinu frá 1. september til 6. október, fimm umferðir, en leikir í neðri hlutanum fara fram 2., 9. og 16. september.
Lið Bestu deildarinnar hefja leik í Mjólkurbikarkeppninni frá og með 16 liða úrslitum. Fyrsta umferð Mjólkurbikarsins fer fram á tímabilinu 23.-29. apríl og 2. umferðin er spiluð 7. maí.
Leikdagar frá og með 16 liða úrslitum:
16 liða úrslit: 27.-28. maí
8 liða úrslit: 15.-16. júní
Undanúrslit: 30. júní og 1. júlí
Úrslitaleikur: 12. ágúst