Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Um komandi helgi heldur knattspyrnudeild Þórs Goðamót í 6. flokki drengja í fótbolta í Boganum.
Mótið í 6. flokki hjá strákunum er alltaf fjölmennasta Goðamótið á hverju ári og verður Boginn undirlagður frá kl. 14 á morgun, föstudaginn 17. mars, þegar fyrstu leikir hefjast, fram á fjórða tímann á sunnudag, en lokaleikir mótsins eiga að hefjast kl. 15:05 á sunnudag.
Að þessu sinni koma þátttakendur frá 14 félögum, sem eru Breiðablik, Fjarðabyggð, HK, Höttur, KA, KF/Dalvík, Langanes, Smári, Stjarnan, Tindastóll, Vestri, Völsungur, Þór og Þróttur. Alls eru liðin 100, flest frá Breiðabliki (20), en fæst frá Langanesi og Smára, eitt lið frá hvoru félagi.
Keppni hefst sem fyrr segir kl. 14 á föstudeginum og stendur til kl. 21:30, á laugardag er spilað frá kl. 8:30 að morgni fram undir kl. 20 og svo frá kl. 8 til 15:30 á sunnudag.
Allar upplýsingar um mótið má finna á mótsvefnum - godamot.weebly.com/6fl-kk.