Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Handknattleiksdeild Þórs hefur sagt þjálfara meistaraflokks karla, Stevce Alusovski, upp störfum. Halldór Örn Tryggvason kemur úr fæðingarorlofi og mun stýra liðinu.
Stevce kom til starfa hjá Þór fyrir tímabilið 2021-22 og vakti ráðningin þá talsverða athygli þar sem hann er þekktur í handboltaheiminum og hefur meðal annars þjálfað stórlið Vardar frá Skopje í Norður-Makedóníu, heimalandi hans, en þangað fóru einmitt þjálfarar og leikmenn frá Þór í æfingabúðir í viku síðastliðið sumar.
Í upphafi var gerður eins árs samningur og hann síðan endurnýjaður fyrir yfirstandandi tímabil þegar gerður var þriggja ára samningur. Þeim samningi hefur nú verið sagt upp af stjórn handknattleiksdeildarinnar.
Halldór Örn Tryggvason, sem ráðinn var sem aðstoðarþjálfari með Stevce, en hefur verið í fæðingarorlofi, tekur nú tímabundið við stjórn liðsins og stýrir því a.m.k í næsta leik. Næsti leikur Þórsara er á útivelli gegn ungmennaliði Fram föstudaginn 25. nóvember kl. 17:30. Leit að nýjum þjálfara stendur yfir.
Þórsarar þakka Stevce fyrir framlag hans til handboltans á Akureyri og óska honum góðs gengis í því sem hann tekur sér fyrir hendur.