Stórsigur á botnliðinu

Okkar konur í handboltanum héldu sínu striki þegar botnlið Berserkja kom í heimsókn til KA/Þór í Grill 66 deildinni í dag.

Fyrirfram var búist við öruggum KA/Þór enda liðið taplaust á toppi deildarinnar á meðan Berserkir eru stigalausar á botni deildarinnar. Getumunur liðanna kom strax í ljós og fór að lokum svo að KA/Þór vann stórsigur, 33-13.

Smelltu hér til að skoða leikskýrsluna úr leiknum.

Næsti leikur KA/Þór er útileikur gegn FH þann 15.febrúar næstkomandi.