Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Eva Wium Elíasdóttir og Hrefna Ottósdóttir hafa endurnýjað samninga sína við körfuknattleiksdeild Þórs fyrir tímabilið 2024-2025. Evu og Hrefnu þarf ekki að kynna fyrir Þórsurum en þær hafa báðar leikið með liðinu síðast liðin þrjú tímabil, eða frá því að körfuknattleiksdeildin tefldi fram kvennaliði á ný.
Þær eiga báðan stóran þátt í velgengni liðsins undanfarin ár bæði í 1. deild og í frumraun hópsins í efstu deild á síðasta tímabili.
Á sínu fyrsta tímabili í efstu deild skilaði Eva Wium góðu framlagi á báðum endum vallarins. Eva skilaði 10,4 stigum, 4,4 fráköstum og 3,9 stoðsendingum að meðaltali í leik í Subway-deildininni síðasta vetur. Einnig var hún lykilleikmaður U20 landsliðsins í sumar sem tók þátt á Norðurlandamóti í Svíþjóð og Evrópumóti í Búlgaríu. Eva er einnig í æfingahóp A-landsliðsins í sumar.
Hrefna Ottósdóttir hóf feril sinn með Þór Akureyri tímabilið 2014-2015 en þetta verður hennar níunda tímabil með uppeldisfélagi sínu! Á fyrsta ári Þórs í efstu deild síðasta vetur skilaði að meðalatli Hrefna 9,7 stigum, 3,4 fráköstum og var ein af allra bestu þriggja stiga skyttum landsins með 33% nýtingu. Þessi frábæra tölfræði fór ekki framhjá landsliðsþjálfara A-landsliðsins sem valdi Hrefnu í æfingahóp landsliðsins núna snemmsumars
Á myndinni hér neðar handsalar Hrefna samningin við Stefán Þór Pétursson, formann kkd Þórs.