Styrktu fótboltann í Þór og fáðu skattaafslátt

Ef þú, Þórsari góður, vilt leggja starfi knattspyrnudeildar lið með styrk og fá í leiðinni skattaafslátt þarft þú einfaldlega að senda tölvupóst á knattspyrna@thorsport.is með upplýsingum um upphæð sem þú leggur inn á knattspyrnudeild. Einnig er hægt að biðja um að fá reikning í heimabanka. Í kjölfarið færðu sent til baka kvittun fyrir greiðslunni og eru styrkirnir svo forskráðir á skattaframtal.
 
Knattspyrnudeild Þórs Akureyri 
kt. 6709912109
Rkn nr. 566-26-1516
 
Þeir einstaklingar sem nýta sér heimildina fá endurgreiðslu/frádrátt frá skatti á næsta ári

 

Skilmálar vegna skattafrádráttar:

Einungis gjafir og framlög án gagngjalds skapa rétt til skattfrádráttar hjá gefanda. Þannig skapa félagsgjöld að lögaðila sem skráður er í almannaheillaskrá eða greiðslur til hans fyrir vörur og þjónustu s.s. auglýsingar ekki rétt til skattfrádráttar.

Frádráttur einstaklinga getur verið á bilinu 10-350 þús. kr. á almanaksári, hjóna og sambúðarfólks alls 700 þús. kr. og kemur til lækkunar á útsvars- og tekjuskattsstofni en er ekki millifæranlegur og ber því að halda framlögum hvers einstaklings aðgreindum.

Frádráttur rekstraraðila getur numið 1,5% af rekstrartekjum á því ári sem gjöf er afhent eða framlag er veitt.