Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Fyrsti leikur Þórs á nýrri leiktíð fór fram í Safamýri í dag þar sem Víkingar tóku á móti okkur.
Leikurinn var hnífjafn frá byrjun og staðan 10-10 eftir 19 mínútna leik en mörkin komu úr öllum áttum en 7 leikmenn Þórs skoruðu fyrstu 10 mörkin. Þórsarar náðu yfirhöndinni á lokasprett fyrri hálfleiks en staðan í hléinu var 15-17 okkur í vil og markahæstur þá var Oddur Gretarsson með 6 mörk og skammt frá var Hafþór Vignisson með 5 mörk.
Seinni hálfleikur byrjaði strax vel þar sem Þórsarar náðu fjögurra marka forystu eftir 10 mínútna leik en Víkingar voru ekki lengi að vinna það upp því staðan var 22-23 eftir 45 mínútur. Seinasta korterið var hnífjafnt og staðan 30-30 þegar 3 mínútur voru eftir, Víkingar voru betri aðilinn í loka andartökum leiksins og lokatölur 32-31 Víkingum í vil.
Þrátt fyrir tap þarf strax að horfa til næsta leiks sem er fyrsti heimaleikurinn en næsta föstudag klukkan 18:00 fáum við Val 2 í heimsókn í Höllina þar sem matur og drykkir verða í boði.