Þór hafði betur gegn Snæfelli

Þór hafði betur gegn Snæfelli

Fyrirfram mátti búast við jöfnum og spennandi leik þegar Þór tók á móti Snæfelli í kvöld enda skildu aðeins tvö stig liðin að. Snæfell sat í öðru sætinu með 16 stig en Þór í því þriðja með 14 stig.

Jafnt var á með liðunum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á að leiða leikinn með 2-4 stigum. Gestirnir leiddu með fjórum stigum að leikhlutanum loknum 17:21.

Þórsarar þéttu vörnina í öðrum leikhluta og héldu gestunum í tólf stigum en settu á móti niður 20 stig og leiddu því með fjórum í hálfleik 37:33.

Í fyrri hálfleik voru þær Hrefna og Eva Wium með 9 stig hvor og Marín Lind 7. Lítið fór fyrir Maddie sem hafði þá aðeins skorað 3 stig.

Hjá Snæfelli var Cheah Whitsitt með 16 stig og Preslava 6.

Þórsarar komu gríðarlega sterkar til leik í þriðja leikhluta vörnin skellti í lás og gestirnir komust til að byrja með hvorki lönd né strönd. Þegar þriðji leikhlutinn var hálfnaður höfðu Þórsarar skorað 12:0 og munurinn á liðunum sextán stig 49:33. Þór vann leikhlutann 21:10 og höfðu fimmtán stiga forskot 58:43 þegar lokaspretturinn hófst.

Þórsarar fóru rólega af stað í fjórða leikhluta, töpuðu boltanum óþarflega oft og illa gekk að koma boltanum rétta leið í körfuna. Þetta nýttu gestirnir til hins ýtrasta og um miðjan leikhlutann var munurinn komin niður í fimm stig 60:55.Þá vöknuðu heimakonur á ný og við tók 13:2 kafli og Þór vann leikhlutann með einu stigi 15:14 og lokatölur 73:57.

Þegar rúmar þrjár sekúndur lifðu leiks og Þór leiddi 69:57 fékk Minea Takala óíþróttamannslega villu og Heiða Hlín fór á vítalínuna og setti niður annað vítakotið 70:57. Þórsarar taka boltann inn og á Evu sem kemur boltanum á Heiðu Hlín sem hlóð leiftursnökkt í þrist – flautuþrist, geggjaður endir á frábærum leik.

Í annars jöfnu Þórsliði var Eva Wium stigahæst með 15 stig og Hrefna 14. Heiða Hlín 12 og Maddie 11.

Hjá Snæfelli var Cheah Whitsitt best með 24 stig og Reslava Koeva 12 og Ylenia Bonett 11.

Framlag leikmanna Þórs: Eva Wium 15/10/5, Hrefna 14/4/3, Heiða Hlín 12/8/1, Maddie Sutton 11/16/2, Karen Lind 8/2/1, Marín Lind 7/2/0 og Rut Herner 6/8/1 að auki spilaði Emma Karólína en henni tókst ekki að skora í kvöld.

Framlag leikmanna Snæfells: Cheah Whitsitt 24/16/3, Preslava koleva 12/8/2, Ylenia Bonett 11/5/1, Vaka Þorsteinsdóttir 4/1/0, Ninea Ann Kristin 3/5/4 og Rebekka Rán 3/1/2

Nánari tölfræði:

Gangur leiks eftir leikhlutum: 17:21 / 20:12 (37:33) 21:10 / 15:14=73:57

Eftir sigurinn í kvöld eru Þór og Snæfell jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar með 16 stig.

Staðan 

Myndir úr leiknum: Páll Jóhannesson

Viðtal við Daníel Andra

Viðtal við Evu Wium

Áfram Þór alltaf, alls staðar