Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór hafði betur gegn Snæfelli
Hrefna og Heiða Hlín voru stigahæstar í liði Þórs í sigri Þórs gegn Snæfelli.
Þór sótti lið Snæfells heim í 1. deild kvenna í körfubolta í leik sem fram fór í Stykkishólmi. Fyrir leikinn voru liðin í baráttu um annað sætið í deildinni en ef til kemur gefur það heimaleikjarétt í úrslitakeppninni.
Stelpurnar okkar mættu grimmar til leiks og náðu strax góðum tökum á leiknum og hafði liðið tíu stiga forskot eftir fyrsta leikhluta 15:25.
Leikurinn var mun jafnari í öðrum leikhluta sem Þór vann með einu stigi 14:15 og leiddu því með ellefu stigum í hálfleik 29:40.
Eitthvað voru okkar konur annars hugar í þriðja leikhluta og spiluðu ekki nægilega vel og það nýttu heimakonur sér og unnu leikhlutann með níu stigum. Þór leiddi með tveimur stigum 50:52 þegar lokaspretturinn hófst.
Stelpurnar okkar hristu svo af sér slenið og tóku leikinn í sýnar hendur í loka fjórðungnum sem þær unnu með þrettán stigum 10:23 og því fimmtán stiga sigur í höfn 60:75.
Í liði Þórs var Hrefna með 20 stig og Heiða Hlín 19.
Í liði heimakvenna var Cheah Emountainspring stigahæst með 24 stig og 18 fráköst og Preslava Radoslavova með 15.
Framlag leikmenna Þórs Stig/fráköst/stoðsendingar: Hrefna 20/1/1, Heiða Hlín 19/6/3, Maddie 12/22/11, Eva Wium 10/2/2, Karen Lind 6/2/0, Tuba 6/9/2, Emma Karólína 2 stig.
Framlag leikmenna Snæfells: Stig/fráköst/stoðsendingar: Cheah 24/18/5, Preslava 15/3/0, Minea ann 9/1/2 og Rebekka Rán 6/1/2.
Eftir sigurinn er Þór sem fyrr í öðru sæti deildarinnar nú með 30 stig líkt og Stjarnan sem trónir á toppnum en á einn leik til góða. Snæfell er svo í þriðja sætinu með 26 stig.
Næsti leikur Þórs verður heimaleikur gegn Hamri/Þór miðvikudaginn 22. febrúar klukkan 19:15.
Áfram Þór alltaf, alls staðar