Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór tekur á móti Hrunamönnum
Á morgun, fimmtudaginn 2. febrúar tekur Þór á móti Hrunamönnum í 1. deild karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni, leikurinn hefst klukkan 19:00.
Sem fyrr í vetur eru okkar menn í erfiðum málum en liðið situr sem fastast á botni deildarinnar með 2 stig eftir sextán leiki, en Hrunamenn eru í sjötta sætinu með 14 stig eftir átján leiki.
Í október síðastliðnum sótti Þór lið Hrunamanna heim á Flúðir í leik sem heimamenn unnu með sjö stigum 101:94. Í þeim leik fór Arturo mikinn fyrir Þór og skoraði 38 stig og næstur honum var Smári með 20 stig og Hlynur Freyr með 10. Baldur Örn var einnig mjög öflugur og skoraði 10 stig og tók 17 fráköst.
Í liði heimamanna var Samuel Burt með 28 stig og Ahmad Gilbert með 26 stig og að auki 11 fráköst.
Í síðasta leik tóku Hrunamenn á móti Hamri og þar sótti Hamar nauman sigur 89:91.
Þjálfari Hrunamanna er Konrad Tota fyrrum þjálfari og leikmaður Þórs.
Í siðasta leik sótti Þór lið Ármanns heim og máttu strákarnir okkar sætta sig við 25 stiga tap 109:84.
Stuðningsmenn Þórs eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja Þór til sigurs.
Fyrir leik verða seldir grillaðir hamborgarar, borgari og drykkur á 1.500 krónur og miðaverð á leikinn er 2000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV.
Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort
Hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn og styðja Þór til sigurs.
Áfram Þór alltaf, alls staðar