Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór tekur á móti Selfossi í fyrsta heimaleik ársins
Á morgun mánudag tekur Þór á móti Selfossi í 1. deild karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og hefst klukkan 19:15.
Selfoss er með mjög sterkt lið og eftir fjórtán umferðir er liðið með 50% vinningshlutfall og situr nú í 4. Sæti deildarinnar með 14 stig. En staða Þórs er áfram afar erfið en liðið situr sem fastast í botnsætinu með aðeins tvö stig.
Þór og Selfoss mættust fyrir sunnan í lok október og er óhætt að segja að heimamenn hafi farið illa með okkar menn og unnu 46 stiga sigur 114:68. Í þeim leik átti Toni Cutuk fínan leik og var með 23 stigi og 9 fráköst, Tarojae Brake var með 20 stig og Smári Jóns 17. Aðrir voru langt frá eigin getu.
Hjá heimamönnum var Arnaldur Grímsson með 26 stig og Srdan Stojanovic fyrrum leikmaður Þórs var með 18 stig og 8 fráköst. Alls voru fimm leikmenn Selfoss sem skorðu 10 stig eða meir.
Í síðasta leik Þórs tapaði liðið gegn Hamri í leik sem fram fór í Hveragerði lokatölur 111:73. Þar fór Björn Ásgeir fyrir sínum mönnum og skoraði 29 stigog Jose Aldana var með 18 stig og 10 stoðsendingar. Hjá Þór var Arturo frábær og skoraði 27 stig Páll Nóel var með 15 og Hlynur Freyr 12.
Það þarf ekki að tíunda fyrir stuðningsmönnum Þórs um mikilvægi þeirra leikja sem eftir eru í ljósi stöðu liðsins. Liðið þarf á öllum þeim stuðningi að halda sem í boði er og það vita allflestir að stuðningsmenn eru sjötti maðurinn og það skulum við áhorfendur sýna í verki á morgun og í næstu heimaleikjum.
Stöðuna í deildinni má sjá HÉR
Fyrir leik verða seldir grillaðir hamborgarar, borgari og drykkur á 1.500 krónur og miðaverð á leikinn er 2000 krónur en frítt fyrir 16 ára og yngri.
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV.
Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort
Hvetjum við stuðningsmenn til að fjölmenna á leikinn og styðja Þór til sigurs.
Áfram Þór alltaf, alls staðar