Karfan er tóm.
- Deildir
- Fréttir & Greinar
- Fræðsla & Forvarnir
- Félagið
- Miðlar & Myndefni
- Ábending um heiðursmerki
- Þór TV
Þór tekur á móti toppliði Álftaness
Á morgun föstudag tekur Þór á móti toppliði Álftaness í 10. umferð 1. deildar karla í körfubolta í leik sem fram fer í íþróttahöllinni og klukkan 19:15.
Eftir níu umferðir trónir Álftanes á toppi deildarinnar með 16 stig þ.e. átta sigrar og aðeins einn tapleikur. Eini tapleikur liðsins kom í síðustu umferð þegar liðið sótti Sindra heim á Höfn í Hornafirði en þar höfðu heimamenn níu stiga sigur 97:88.
Álftanes hefur marga snjalla leikmenn innan sinna raða og þar fer fremstu í flokki Dúi Þór Jónsson sem lék með Þór á síðasta tímabili. Dúi er með 22.9 stig að meðaltali í leik. Þá er Pálmi Geir Jónsson einnig í liði Álftanes en hann lék einnig með Þór fyrir nokkrum árum. Aðrir sterkir leikmenn liðsins eru t.d. Dino Stipcic með 15.3 stig, Cedrick Taylor Bowen 14.6 stig. Nýjasti leikmaður liðsins er þriðji fyrrum Þórsari Srdan Stojanovic en hann skoraði 28 stig í sínum fyrsta leik gegn Sindra. Þjálfari liðsins er Kjartan Atli Kjartansson.
Gengi okkar manna hefur ekki verið sem skildi en liðið vermir sem fyrr botnsæti deildarinnar án stiga. Dapurt gengi liðsins kemur til af mörgum samhangandi þáttum t.a.m. vegna meiðsla t.d. hafa þeir Kolbeinn Fannar og Baldur Örn heldur óheppnir það sem af er vetri.
Fyrir sjö umferðir sendu liðið Bandaríska leikmanninn Tarojae Braki fara og tóku inn Spænska bakvörðin Arturo Fernandez Rodriguez en hann fór á kostum í síðasta leik gegn Hrunamönnum og skoraði 38 stig. Einn af þeim leikmönnum sem hefur stigið hvað mest upp í vetur er Smári Jónsson. Drengurinn hefur vart stigið feilspor og er með 15.3 stig að meðaltali í leik. Þá hefur Toni Cutuk verið öflugur en hann er með 12.8 stig og 9.9 fráköst. Toni er frákastahæsti leikmaður liðsins.
Þór og Álftanes mættust í fyrstu umferðinni þann 23 september í leik sem fram fór á Álftanesi og þá höfðu heimamenn fimm stiga sigur 90:85. Í þeim leik fór Dúi Þór algerlega á kostum og skoraði 24 stig var með 10 fráköst og 9 stoðsendingar. Hjá okkar mönnum var Tarojae stigahæstur með 30 stig og næstur honum kom Toni Cutuk með19 stig 9 fráköst og 4 stoðsendingar.
Stuðningsmenn Þórs eru hvattir til að fjölmenna á leikinn og styðja liðið til sigurs. Stuðningur áhorfenda er liðinu afar mikilvægur og hann getur hreinlega skipt sköpum. Stöndum saman og sýnum strákunum okkar að okkur er ekki sama, látum hendur standa fram úr ermum eða öllu heldur öskrum okkur hás og sjáum hverju það skilar.
Fyrir leik verða seldir grillaðir hamborgarar, borgari og drykkur á 1.500 krónur
Miðaverð á leikinn er 2000 krónur og frítt fyrir 16 ára og yngri
Fyrir þá sem ekki komast á leikinn þá verður hann í beinu streymi á Þór TV https://page.inplayer.com/ThorSportsclub/item.html?id=3457217
Við hvetjum fólk til þess að kynna sér þá kosti sem fylgir því að vera meðlimur í Sjötta manninum stuðningsmannaklúbb deildarinnar. Um klúbbinn og skráningu má finna á eftirfarandi slóð https://www.thorsport.is/korfubolti/arskort
Áfram Þór alltaf, alls staðar