Þór/KA tapaði á Kópavogsvelli

Bríet Jóhannsdóttir hefur komið við sögu í sex leikjum í Bestu deildinni í sumar og skoraði í gær si…
Bríet Jóhannsdóttir hefur komið við sögu í sex leikjum í Bestu deildinni í sumar og skoraði í gær sitt fyrsta mark í deildinni.
...

Þór/KA mátti þola 2-4 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í gærkvöld. Sandra María skoraði aftur eftir handleggsbrot, Bríet Jóhannsdóttir með sitt fyrsta mark í efstu deild.

Eftir flottan fyrri hálfleik þar sem Þór/KA náði forystunni snemma og náði að stýra leiknum, náðu Blikar betur vopnum sínum í þeim síðari og kláruðu leikinn með tveimur mörkum á lokamínútunum. Þór/KA hafði enn eins marks forystu þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Breiðablik jafnaði og komst yfir á stuttum kafla þegar tæpur hálftími var eftir, en Þór/KA jafnaði í 2-2 þegar Bríet Jóhannsdóttir skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild, aðeins mínútu eftir að hún kom inn á sem varamaður. Breiðablik náði svo aftur yfirhöndinni og tryggði sigurinn með tveimur mörkum á lokamínútunum.

Svekkjandi niðurstaða eftir góða frammistöðu. Bæði lið gætu notað meiðsli, veikindi eða annað sem ástæðu eða afsökun fyrir einhverju sem gerðist eða gerðist ekki í leiknum, en bæði lið byrjuðu með 11 leikmenn ásamt varamönnum og þar stóðu okkar stelpur vel fyrir sínu og sýndu að það er engin tilviljun að liðið er á meðal þeirra efstu í deildinni.

  • 0-1 - Sandra María Jessen (12'). Stoðsending: Hulda Ósk Jónsdóttir.
  • 1-1 - Linli Tu (62').
  • 2-1 - Linli Tu (71').
  • 2-2 - Bríet Jóhannsdóttir (79'). Stoðsending: Sandra María Jessen.
  • 3-2 - Katrín Ásbjörnsdóttir (84')
  • 4-2 - Birta Georgsdóttir (88').

Nú eru þrír leikir eftir af hinni hefðbundnu 18 leikja deild og barátta fram undan, bæði um það að vera í efri hlutanum fyrir þriðja hluta mótsins og líka að berjast um sætin. Eins og staðan er núna eru Valur og Breiðablik að berjast um toppsætið, en hörð barátta um næstu sæti. Þór/KA er í 4. sætinu með 22 stig, en FH og Stjarnan geta komist upp fyrir okkur með sigrum í þessari umferð. Stjarnan mætir Val og FH mætir Keflavík.

Næsti leikur verður þriðjudaginn 15. ágúst þegar Þór/KA fær Val í heimsókn norður.